Njarðvík enn án stiga
Njarðvík tók á móti Skallagrím í Domino´s deild kvenna í körfu í dag. Liðið hefur ekki enn náð að næla sér í sigur í deildinni og urðu lokatölur leiksins 61-76 með sigri Skallagríms. Shalonda R. Winton var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 34 stig og tók hún einnig 15 fráköst.
Aðrir stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Björk Gunnarsdóttir með 6 stig og 4 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir með 6 stig og Hrund Skúladóttirmeð 6 stig 6.