Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík eina Suðurnesjaliðið eftir í Geysis-bikarnum
Einar Árni og Njarðvíkingar eru komnir í undanúrslit Geysis-bikarkeppninnar í körfu.
Þriðjudagur 22. janúar 2019 kl. 07:00

Njarðvík eina Suðurnesjaliðið eftir í Geysis-bikarnum

Aðeins eitt Suðurnesjalið í karla og kvennaflokki er eftir í Geysis bikarnum í körfubolta. Njarðvíkingar, toppliðið í Domino’s deildinni vann Vestra á heimavelli og komst áfram í 4 liða úrslit.

Grindvíkingar töpuðu stórt á útivelli gegn KR og þá töpuðu Keflavíkurstúlkur í gær gegn Val og eru út úr keppninni.

Njarðvíkingar unnu Vestra 87-66 þar sem Elvar Már Friðriksson skoraði 14 stig, Mario Matsovic var með 13 en stigaskor var jafnt í stórum sigri á Vestramönnum.
Grindvíkingar eru í vandræðum með sinn leik og sáu aldrei til sólar gegn KR. Heimamenn leiddu með 23 stiga mun í hálfleik og kláruðu leikinn nánast þá. Lokatölur 95-65.

Keflavíkurstúlkur lentu í vandræðum gegn Val í 2. og 3. leikhluta og komust aldrei í góðan takt í leiknum þó þær væru á heimavelli. Lokatölur 71-89.

Í 1. deildinni náðu Grindavíkurstúlkur í góðan útisigur í Hveragerði í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta í fyrrakvöld þegar þær lögðu Hamar 53-73. Þær tryggðu sér sigur með góðri frammistöðu í síðari hálfleik en jafnt var á með liðunum í leikhlé, 27-27.
Stigahæstar hjá Grindavík voru Hrund Skúladóttir 17/11 fráköstu, ólöf Rún Óladóttir 14 og Gígja Marín Þorsteinsdóttir með 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024