Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík deildarmeistari: Haukar féllu
Sunnudagur 4. mars 2007 kl. 21:19

Njarðvík deildarmeistari: Haukar féllu

Í kvöld fengu Njarðvíkingar afhentan deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar tóku á móti Haukum og sendu þá niður um deild eftir 10 stiga sigur á Hafnarfjarðarliðinu 88-78. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Haukar falla úr úrvalsdeild síðan 1984.

 

Frítt var á leikinn í Ljónagryfjunni í kvöld og var mætingin með besta móti þegar Íslandsmeistararnir tóku á móti deildarmeistaratitlinum. Þetta var fyrsti deildarmeistaratitill Njarðvíkinga síðan 2001 og jafnframt fyrsti deildarmeistaratitill Einars Árna Jóhannssonar, þjálfara liðsins. Hann hefur nú unnið alla titila sem hægt er að vinna sem þjálfari í efstu deild.

 

VF-mynd/ Jón Björn Ólafsson – [email protected]

Jóhann Árni Ólafsson og Egill Jónasson kátir í leikslok

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024