Njarðvík býður þrjá á verði tveggja
Í kvöld rennur 11. umferð Iceland Express deildarinnar af stað. Njarðvíkingar mæta þá Tindastólsmönnum í Ljónagryfjunni og boltanum verður kastað upp á slaginu 19:15.
Þeir sem fylgjast vel með körfuboltanum vita hversu mikilvægur leikurinn er fyrir Njarðvíkinga, en þessi lið bæði með 8 stig ásamt Snæfell og sitja þau í 8. til 10. sæti, tveimur stigum á eftir Fjölni og ÍR og fjórum stigum á undan Haukum sem eru í fallsæti. Leikurinn er því týpískur fjögurra stiga leikur.
Njarðvíkingar leika núna tvo heimaleiki í röð í deild, gegn Tindastól núna í kvöld og svo gegn Val á fimmtudag eftir viku. 8-liða í bikar koma svo í framhaldinu (21.-23.jan) og fimmtudaginn 26. janúar fara grænir í heimsókn á Ásvelli og mætum Haukum.
Nú stefna Njarðvíkingar á að Ljónagryfjan standi undir nafni á næstunni. Stjórn deildarinnar býður nú til sölu miða á leikina gegn Tindastól og Val á 2000 krónur og miði á leikinn gegn KR 2. febrúar fylgir frítt með (2 á verði 3ja). Þannig miðar verða til sölu í kvöld á Tindastólsleiknum.