Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík b úr leik í Maltbikarnum
Mánudagur 30. október 2017 kl. 13:04

Njarðvík b úr leik í Maltbikarnum

- töpuðu naumlega gegn Haukum

Njarðvík b mætti Haukum í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í körfu í gærkvöldi og urðu lokatölur leiksins 68-84 fyrir Haukum. Þar með eru Haukar komnir í átta liða úrslit.

Gamlar og reyndar kempur spila með Njarðvík b, þar á meðal Páll Axel Vilbergsson, Magnús Gunnarsson og  Sævar Garðarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Varaformaður deildarinnar Páll Kristinsson var með 20 stig og 10 fráköst í leiknum, Magnús Þór Gunnarsson var með 23 stig og Hjörtur Hrafn Einarsson var með 11 stig.

Myndir frá karfan.is.