Njarðvík b komið áfram í Maltbikarnum
- sigruðu Skallagrím á heimavelli
Lið Njarðvíkur b sigraði Skallagrím í Ljónagryfjunni í gærkvöldi í Maltbikarnum í körfu. Þessi tvö lið voru þau einu sem áttu eftir að spila í 32 liða úrslitum og enduðu leikar 100-95 fyrir Njarðvík b. Sigur Njarðvíkur b kom á óvart en lið Skallagríms hefur verið sterkt í 1. deildinni og unnið alla sína leiki. Njarðvík b mætir því Haukum í 16 liða úrslitum Maltbikarsins.
Gamlar kempur og reynslumiklir leikmenn eru í Njarðvík b þar á meðal Magnús Gunnarsson sem lét með Skallagrím á síðustu leiktíð, Páll Axel Vilbergsson, Gunnar Einarsson og Arnar Freyr.
Stigahæstu leikmenn Njarðvík b voru Magnús Gunnarsson með 24 stig og 10 fráköst, Gunnar Einarsson með 12 stig og 4 fráköst, Sævar Garðarsson með 9 stig og Páll Axel Vilbergsson með 8 stig og 10 fráköst.
16 liða úrslit Maltbikarsins fara fram 4.- 6. nóvember.