Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík átti ekki í vandræðum með Íslandsmeistarana
Fyrirliði Njarðvíkinga, Logi Gunnarsson, var ánægður með sína menn í stórsigri á Þór Þorlákshöfn. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 8. október 2021 kl. 00:24

Njarðvík átti ekki í vandræðum með Íslandsmeistarana

Keflvíkingar þurftu tvíframlengdan leik til að leggja Vestra

Njarðvíkingar byrjuðu leiktíðina í Subway-deild karla í körfuknattleik á sannfærandi sigri á Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn, á sama tíma lentu Keflvíkingar í brasi með Vestra fyrir vestan.

Njarðvík - Þór Þ. 107:82

(31:17 | 26:19 | 18:24 | 32:22)

Njarðvíkingar tóku öll völd í Ljónagryfjunni á fyrstu mínútu og sýndu Þórsurum enga miskunn. Eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn með fjórtán stigum og höfðu á endanum 25 stiga stórsigur.

Íslandsmeistararnir áttu aldrei möguleika í þessum leik sem gefur Njarðvíkingum byr undir báða vængi í Subway-deildinni í ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dedrick Deaon Basile og Mario Matasovic áttu frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld, Basile gerði 26 stig, tók fimm fráköst og átti átta stoðsendingar og Matasovic skoraði 23 stig, tók fimm fráköst og átti fimm stoðsendingar.

Vörn Þórsara réði ekkert við Dederick Deon Basile í kvöld.

Frammistaða Njarðvíkinga: Dedrick Deon Basile 26/5 fráköst/8 stoðsendingar, Mario Matasovic 23/5 fráköst/5 stoðsendingar, Nicolas Richotti 20/5 stoðsendingar, Fotios Lampropoulos 16/12 fráköst/5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 12, Veigar Páll  Alexandersson 8/6 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 2, Jan Baginski 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Elías Bjarki Pálsson 0.

Tölfræði leiks.


Vestri - Keflavík 99:101

(20:24 | 14:22 | 25:17 | 19:15 | 11:11 | 10:12)

Keflvíkingar lenti í miklum vandræðum með lið Vestra í fyrstu umferð Subway-deildarinnarí kvöld. Fyrir mót var liðunum spá sæti á sitthvorum enda deildarinnar, Keflavík öðru sæti en Vestra því neðsta.

Keflavík mætti án nokkurra lykilmanna en þeir Hörður Axel Vilhjálmsson, C.J. Burks og Þröstur Leó Jóhannsson voru allir fjarri góðu gamni.

Framan af hafði Keflavík yfirhöndina og leiddi með tólf stigum í hálfleik. Vestri minnkaði muninn í fjögur stig í þriðja leikhluta og náðu að jafna af vítalínunni rétt áður en venjulegur leiktími var liðinn. Í fyrri framlengingu leiddi Vestri með fjórum þegar lítið var eftir en Keflavík minnkaði muninn í tvö stig og eftir það stal Valur Orri boltanum og David Okeke jafnaði.

Áfram hélt Vestri að leiða í seinni framlengingu en í stöðunni 99:97, og innan við mínúta eftir, setti Magnús Pétursson niður mikilvægan þrist til að koma Keflavík yfir, Valur Orri kórónaði svo góðan leik með að skora lokastigið úr vítakasti og 99:101 sigur hafðist að lokum.

Valur Orri Valsson skoraði 22 stig í kvöld og átti níu stoðsendinar auk þess að taka sex fráköst.

Frammistaða Keflvíkinga: Jaka Brodnik 23/8 fráköst, David Okeke 23/15 fráköst, Valur Orri Valsson 22/6 fráköst/9 stoðsendingar, Dominykas Milka 12/8 fráköst, Magnús Pétursson 9, Halldór Garðar Hermannsson 6/5 fráköst/10 stoðsendingar, Ágúst Orrason 4, Arnór Sveinsson 2.

Tölfræði leiks.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Ljónagryfjunni á leik Njarðvíkur og Þórs Þ. og má sjá myndasafn frá leiknum hér að neðan.

Njarðvík - Þór Þ. (107:82) | Subway-deild karla 7. október 2021