NJARÐVÍK áfram - HAMAR mettir heim
Auðveldasta spáin. Njarðvíkingar hafa sýnt gríðarlegan styrk á erfiðu tímabili og ekkert lið hefur leikið betur. Nýliðanna frá Hveragerði bíður stutt úrslitakeppni, enda eru þeir eflaust ánægðir með orðinn hlut, þótt Pétur Ingvars segi annað. Njarðvíkingar geta notað þessa umferð til að stilla saman strengina fyrir erfiðari leiki framundan og mun nýji Bandaríkjamaðurinn, Riley Inge, fá tækifæri til að falla betur inn í leik liðsins. Hann virðist þeim kostum gæddur að þurfa ekki að vera í sviðsljósinu og fá því hinar raunverulegu stjörnur liðsins, Teitur, Frikkarnir, Hermann og Palli, svigrúm til að skína skært. Njarðvík vinnur báða leikina örugglega.