Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík á toppnum eftir sigur á Vestra
Topplið Njarðvíkur
Laugardagur 24. júní 2017 kl. 21:07

Njarðvík á toppnum eftir sigur á Vestra

Njarðvík sigraði Vestra 4:2 á Ísafirði í annari deildinni í dag. Fyrsta mark Njarðvíkur var sjálfsmark á 20. mínútu. Annað markið gerði Andri Fannar Freysson á 35. mínútu. Staðan var 2:0 í hálfleik. Aurelien Norest minnkaði munin fyrir Vestra á 61. mínútu. Arnar Helgi Magnússon jók muninn aftur með marki á 66. mínútu. Tvö mörk komu í uppbótartíma. Fyrst var það Þórður Gunnar Hafþórsson sem skoraði fyrir Vestra á 92. mínútu og síðan Krystian Wiktorowicz á 93. mínútu fyrir Njarðvík. Njarðvík er á toppnum með 17 stig ásamt Magna. Vestri er síðan í 3. sæti með 13. stig. Næsti leikur Njarðvíkur er við nágrannana úr Garðinum.  Leikur Njarðvíkur og Víðis verður á fimmtudaginn á Njarðtaksvellinum í Njarðvík.

Mynd af facebook síðu Njarðvíkur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024