Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík á toppnum - Víðismenn töpuðu
Mynd frá Facebook síðu Njarðvíkur.
Mánudagur 4. september 2017 kl. 09:31

Njarðvík á toppnum - Víðismenn töpuðu

Njarðvík vann lið Vestra í 2. deild karla í knattspyrnu síðastliðinn laugardag á Njarðtaksvellinum. Nú styttist í að Njarðvíkingar geti byrjað að fagna sæti sínu í Inkasso-deildinni en þeir eru í fyrsta sæti 2. deildar með 41 stig.

Eftir aðeins korter af leiknum var staðan orðin 2:0 fyrir Njarðvík, en Kenneth Hogg skoraði bæði mörkin. Birkir Freyr Sigurðsson kom Njarðvík svo í 3:0 í upphafi seinni hálfleiks, en Pétur Bjarnason minnkaði svo muninn. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur 3:1 fyrir Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víðismenn mættu Tindastól einnig um helgina en þeir urðu að sætta sig við 4:2 tap á Fjarðabyggð og eru nú í þriðja sæti 2. deildar.

Þetta tap Víðismanna gæti reynst þeim dýrkeypt en með sigri í þessum leik hefðu þeir verið aðeins einu stigi á eftir Magna.