Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík á toppinn og Keflavík lá í Hólminum
Laugardagur 30. desember 2006 kl. 18:23

Njarðvík á toppinn og Keflavík lá í Hólminum

Íslandsmeistarar Njarðvíkur áttu í töluverðu basli með Þór frá Þorlákshöfn í Ljónagryfjunni í dag í Iceland Express deild karla í körfuknattleik en framlengja þurfti leikinn. Njarðvíkingar höfðu sigur að lokum 105-100 en Keflvíkingar urðu að sætta sig við 13 stiga ósigur í Stykkishólmi gegn Snæfellingum, 80-67.

 

Njarðvíkingar eru á toppi Iceland Express deildarinnar með 18 stig eins og KR og Snæfell en Keflvíkingar eru í 5. sæti deilarinnar með 14 stig.

 

VF-mynd/ [email protected] - Friðrik Stefánsson sækir að körfu Þórsara í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024