Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvík á góðu skriði í Lengjubikarnum
Njarðvíkingar eru á grænni grein
Föstudagur 10. apríl 2015 kl. 09:00

Njarðvík á góðu skriði í Lengjubikarnum

Liðið taplaust á toppi riðilsins

Njarðvíkingar eru taplausir B deild Lengjubikarsins eftir góðan 2-1 sigur á liði Ægis í Reykjaneshöllinni í gærkvöldi.

Theodór Guðni Halldórsson kom Njarðvíkingum yfir á 4. mínútu með marki úr vítaspyrnu en Þorkell Þráinsson jafnaði metin fyrir Ægi á 19. mínútu. Það var svo Theodór Guðni sem skoraði annað mark sitt í leiknum á 24 mínútu og reyndist það sigurmark leiksins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar með eru Njarðvíkingar ósigraðir í riðlinum og tróna á toppi riðilsins með 10 stig, 3 sigra og 1 jafntefli.

Liðið mætir Álftanesi laugardaginn 18. apríl á Samsung vellinum á Álftanesi.