Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvík – Keflavík: Spáð í spilin
Föstudagur 18. nóvember 2005 kl. 17:20

Njarðvík – Keflavík: Spáð í spilin

Víkurfréttir settu sig í samband við tvo kunna kappa úr körfuboltaheiminum fyrir viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur í Powerade bikarnum sem fram fer í kvöld kl. 20:30. Þeir Jón Kr. Gíslason og Kristinn Einarsson voru ekki í vandræðum með að spá í leikinn en þessir reynsluboltar í körfuboltanum mættust oft og mörgum sinnum á vellinum í eftirminnilegum rimmum.

Jón Kr. Gíslason, fyrrum leikmaður Keflavíkur:
Ég held að mínir menn nái ekki dampi, sé tölurnar 87-83 fyrir mér fyrir Njarðvík. Þó vona ég að það fari öðruvísi. Ég veit að það er erfitt að leika tvo leiki á tveimur dögum.

Kristinn Einarsson, fyrrum leikmaður Njarðvíkur:
Ég held með mínum mönnum og tel að Njarðvík hafi þetta 92-87. Njarðvíkingarnir hafa verið stöðugir og Keflavík var að keppa í gær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024