Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njaðvík tapaði á heimavelli
Laugardagur 25. nóvember 2017 kl. 20:42

Njaðvík tapaði á heimavelli

Lið Njarðvíkur í Domino´s- deild kvenna tapaði stórt gegn Haukum í Ljónagryfjunni í dag. Lokatölur leiksins voru 57-98 en Njarðvík hefur ekki enn náð í sigur í deildinni í vetur. Lið Njarðvíkur náði ekki að nýta skotfærin sín í leiknum í dag og gátu Haukakonur leikið sér með liðið en í hálfleik var staðan 22-58 og ákveðið andleysi virtist vera í Njarðvíkurliðinu.

Lið Njarðvíkur náði ekki að stíga upp í seinni hálfleik og var fjörtíu og eins stigs tap staðreynd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Shalonda R. Winton með 20 stig og 8 fráköst, María Jónsdóttir með 7 stig og 11 fráköst, Björk Gunnarsdóttir með 6 stig og 5 stoðsendingar og Erna Freydís Björnsdóttir með 6 stig.