Níurnar sigruðu á Happasælsmótinu
Á laugardag fór fram púttmót í boði Happasæls. Alls mættu 48 til leiks, en þetta mót fer þannig fram að keppendur draga sig saman með spilum í fjögurra manna lið. Síðan eru leiknar tvær umferðir og aðeins talin Bingóin, eða holur í höggi.
Fyrsta sætið hlaut liðið Níurnar, með 48 bingó. Annað sætið féngu svo Kóngarnir með 45 bingó, og í þriðja sæti komu svo Gosarnir með 37. Að lokum keppa svo allir um sæti á bikar sem Happi gaf og keppt hefur verið um 14 sinnum, en sá/þau sem komast næst holu í höggi, fá nafn sitt á hann, og í ár voru það þau Hrefna Ólafsdóttir og Jón B Hanness sem voru svo heppin.
Verðlaunaafhending ásamt kaffi og gómsætri tertu var í boði Happa og kunna púttarar bestu þakkir fyrir.
Næsta púttmót verður svo 9 febrúar.
Fyrsta sætið hlaut liðið Níurnar, með 48 bingó. Annað sætið féngu svo Kóngarnir með 45 bingó, og í þriðja sæti komu svo Gosarnir með 37. Að lokum keppa svo allir um sæti á bikar sem Happi gaf og keppt hefur verið um 14 sinnum, en sá/þau sem komast næst holu í höggi, fá nafn sitt á hann, og í ár voru það þau Hrefna Ólafsdóttir og Jón B Hanness sem voru svo heppin.
Verðlaunaafhending ásamt kaffi og gómsætri tertu var í boði Happa og kunna púttarar bestu þakkir fyrir.
Næsta púttmót verður svo 9 febrúar.