Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 17. júlí 2000 kl. 11:20

Níu úr Grindavík og Keflavík

Níu körfuboltastúlkur úr Keflavík og Grindavík halda í dag til Gíbraltar með stúlknalandsliði Íslands í körfubolta, til þátttöku í Evrópumóti smáþjóða. Fimm stúlkur eru frá Keflavík, en það eru þær Gréta Guðbrandsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Sunna Björg Reynisdóttir, Svava Ósk Stefánsdóttir og Theódóra Káradóttir. Fjórar eru úr Grindavík, en það eru Erna Rún Magnúsdóttir, Jovana Stefánsdóttir, Ólöf Helga Pálsdóttir og Petrúnella Skúladóttir. Eins og áður segir heldur liðið utan í dag, en kemur heim aftur að viku liðinni. Auk Íslands taka fimm lið þátt í mótinu, Andorra, Kýpur, Skotland, Malta og Gíbraltar. Þjálfari Íslenska liðsins er KR-ingurinn Guðbjörg Norðfjörð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024