Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 4. maí 2004 kl. 15:23

Níu stúlkur af Suðurnesjum í landsliðshóp U-16 í körfu

Níu stúlkur af Suðurnesjum voru valdar í U-16 unglingalandsliðið í körfubolta. Hópurinn var valinn fyrir Norðurlandamótið sem fram fer í Stokkhólmi síðar í þessum mánuði. Tvær stúlknanna koma úr Njarðvík og sjö úr Keflavík en alls eru tólf stúlkur í hópnum.
Þjálfari liðsins er Henning Henningson og aðstoðarþjálfari er Jón Halldór Eðvaldsson.

Þær stúlkur af Suðurnesjum sem fara til Svíþjóðar eru eftirfarandi:
Bryndís Guðmundsdóttir Keflavík
Guðrún Harpa Guðmundsdóttir Keflavík
Hrönn Þorgrímsdóttir Keflavík
Linda Stefanía Ásgeirsdóttir Keflavík
María Ben Erlingsdóttir Keflavík
Ragnheiður Theodórsdóttir Keflavík
Bára Bragadóttir Keflavík
Ingibjörg Vilbergsdóttir UMFN
Margrét Kara Sturludóttir UMFN

Norðurlandamótið fer fram dagana 19.-23. maí. U-16 pilta, sem og U-18 ára lið pilta og stúlkna taka einnig þátt í mótinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024