Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Níu sigurleikir í röð hjá Keflvíkingum
Föstudagur 7. desember 2018 kl. 09:28

Níu sigurleikir í röð hjá Keflvíkingum

Brittanny Dinkins hlóð í þrennu

Tímabilið hófst á hiksti hjá Keflvíkingum sem töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í haust. Einhverjar efasemdir vöknuðu hjá sérfræðingum. Þær reyndust óþarfar enda hefur liðið unnið alla sína deildarleiki síðan, níu talsins. Síðustu fórnarlömbin voru Haukar sem mættu í Sláturhúsið og máttu þola 97-88 tap gegn efsta liði deildarinnar. Hin magnaða Brittanny Dinkins hlóð í þrennu í leiknum, 34 stig, 10 fráköst og 11 stoðsendingar.

Heimakonur lögðu grunninn að sigri strax í fyrst leikhluta og náðu 11 stiga forskoti. Það hélst í raun allt til enda en mest náðu heimakonur 17 stiga forskoti. Haukar náðu nokkrum rispum en aldrei þannig að sigur Keflvíkinga hafi verið í hættu. Þær sitja nú einar á toppi deildarinnar með 18 stig en KR og Snæfell eru með 16.

Public deli
Public deli

Keflavík: Brittanny Dinkins 34/10 fráköst/11 stoðsendingar/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 17/9 fráköst, Embla Kristínardóttir 15/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8, Erna Hákonardóttir 7, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/4 fráköst/3 varin skot, Birna Valgerður Benónýsdóttir 5, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Hjördís Lilja Traustadóttir 0, Elsa Albertsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Eva María Davíðsdóttir 0.

Haukar: LeLe Hardy 29/14 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 20/4 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 12, Bríet Lilja Sigurðardóttir 8, Sigrún Björg Ólafsdóttir 7/4 fráköst/5 stolnir, Anna Lóa Óskarsdóttir 6/4 fráköst, Magdalena Gísladóttir 3, Rósa Björk Pétursdóttir 3/5 fráköst, Kolbrún Eir Þorláksdóttir 0, Stefanía Ósk Ólafsdóttir 0, Karen Lilja Owolabi 0.