Níu marka sigur Njarðvíkur

Njarðvík mætti KB í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins í Reykjaneshöllinni um helgina. Njarðvík skoraði fyrsta mark sitt þegar þrettán mínútur voru liðnar af leiknum en það var sannkölluð markaveisla í leiknum og voru lokatölur leiksins 10-1 fyrir Njarðvík.

Njarðvík mætir Kórdrengjum í annari umferð Mjólkurbikarsins en sá leikur fer fram þann 20. apríl á Framvellinum.

Mörk Njarðvíkur:
Kenneth Hogg 3.
Bergþór Ingi Smárason 2.
Birkir Freyr Sigurðsson, Atli Freyr Ottesen, Unnar Már Unnarsson, eitt mark hvor og Luka Jagacic, sjálfsmark.