Níu Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum
Það var heldur betur fjör sl. helgi þegar Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum var haldið í Reykjavík. Fyrst var keppt í 60m hlaupi og langstökki með atrennu í Baldurshaga í Laugardalnum og síðan var keppt í hástökki, langstökki án atrennu og kúluvarpi í Íþróttahúsi Austurbergs í Breiðholtinu.
Nesarar sendu átta keppendur til leiks ásamt tveimur þjálfurum og þremur aðstoðarmönnum. Það er skemmst frá því að segja að allir stóðu sig mjög vel og urði fjórir að þeim Íslandsmeistarar og tveir unnu fleiri en einn titil ásamt því að fleiri verðlaun unnust.
Sigríður Ásgeirsdóttir var fjórfaldur Íslandsmeistari þegar hún sigraði í 60m hlaupi á 10.8 sek. hún sigraði í langstökki með atrennu, stökk 2.82m, einnig í langstökki án atrennu, stökk 1.64m, í þessum greinum keppti hún í öðrum flokki og síðan sigrðai hún í kúluvarpi í 1. flokki, kastaði 6.92m. Sigríður fékk einnig silfurverðlaun í hástökki, þegar hún stökk 1.10 cm.
Arnar Már Ingibjörnsson varð þrefaldur Íslandsmeistari í 1. flokki þegar hann sigraði í 60m hlaupi á 8.4 sek. hann sigraði í hástökki og stökk 1.45 cm. hann varð einnig meistari í kúluvarpi og kastaði 7.84m. Arnar Már fékk einnig tvenn silfurverðlaun þegar hann endaði í öðru sæti í langstökki með (4.53) og án atrennu (2.37).
Sigrún Benediktsdóttir keppti í öðrum flokki og varð Íslandsmeistari í kúluvarpi og kastaði kúlunni 4.36m. Einnig vann hún tvenn silfurverðlaun í langstökki með og án atrennu. Síðan endaði hún í þriðja sæti í hástökki.
Konráð Ragnarsson keppti í öðrum flokki og varð Íslandsmeistari í kúluvarpi og kastaði 6.04m. Einnig náði Konráð þriðja sætinu í 60m hlaupi á 9.9 sek.
Einnig kepptu á mótinu frá NES og stóðu sig vel Davíð Már Guðmundsson, Árni Ragnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigurður Benediktsson.
Glæsilegur árangur hjá öllum þessum einstaklingum og eru frjálsar íþróttir orðinn stór þáttur í starfsemi NES. Þessir einstaklingar eru sínu félagi til mikils sóma.
Nesarar sendu átta keppendur til leiks ásamt tveimur þjálfurum og þremur aðstoðarmönnum. Það er skemmst frá því að segja að allir stóðu sig mjög vel og urði fjórir að þeim Íslandsmeistarar og tveir unnu fleiri en einn titil ásamt því að fleiri verðlaun unnust.
Sigríður Ásgeirsdóttir var fjórfaldur Íslandsmeistari þegar hún sigraði í 60m hlaupi á 10.8 sek. hún sigraði í langstökki með atrennu, stökk 2.82m, einnig í langstökki án atrennu, stökk 1.64m, í þessum greinum keppti hún í öðrum flokki og síðan sigrðai hún í kúluvarpi í 1. flokki, kastaði 6.92m. Sigríður fékk einnig silfurverðlaun í hástökki, þegar hún stökk 1.10 cm.
Arnar Már Ingibjörnsson varð þrefaldur Íslandsmeistari í 1. flokki þegar hann sigraði í 60m hlaupi á 8.4 sek. hann sigraði í hástökki og stökk 1.45 cm. hann varð einnig meistari í kúluvarpi og kastaði 7.84m. Arnar Már fékk einnig tvenn silfurverðlaun þegar hann endaði í öðru sæti í langstökki með (4.53) og án atrennu (2.37).
Sigrún Benediktsdóttir keppti í öðrum flokki og varð Íslandsmeistari í kúluvarpi og kastaði kúlunni 4.36m. Einnig vann hún tvenn silfurverðlaun í langstökki með og án atrennu. Síðan endaði hún í þriðja sæti í hástökki.
Konráð Ragnarsson keppti í öðrum flokki og varð Íslandsmeistari í kúluvarpi og kastaði 6.04m. Einnig náði Konráð þriðja sætinu í 60m hlaupi á 9.9 sek.
Einnig kepptu á mótinu frá NES og stóðu sig vel Davíð Már Guðmundsson, Árni Ragnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Sigurður Benediktsson.
Glæsilegur árangur hjá öllum þessum einstaklingum og eru frjálsar íþróttir orðinn stór þáttur í starfsemi NES. Þessir einstaklingar eru sínu félagi til mikils sóma.