Nína Ósk valin í landsliðshópinn
Nína Ósk Kristinsdóttir knattspyrnukona úr Sandgerði hefur verið valin í 25 manna undirbúningshóp fyrir vináttuleik gegn Englendingum 14. maí og leikina við Ungverja og Frakka í undankeppni Evrópumótsins sem fram fara 29. maí og 2. júní.
16 af þessum 25 manna hóp tekur þátt í leiknum við England en 18 verða valdir í leikina í undankeppni EM.
Landsliðshópurinn er þannig skipaður, landsleikir í sviga:
Markverðir:
Þóra B. Helgadóttir, KR (29)
María Björg Ágústsdóttir, KR (4)
Guðbjörg Gunnarsdóttir, Valur (1)
Aðrir leikmenn:
Olga Færseth, ÍBV (43)
Erla Hendriksdóttir, FV Köbenhavn (42)
Guðlaug Jónsdóttir, KR (41)
Edda Garðarsdóttir, KR (23)
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR (17)
Laufey Ólafsdóttir, Valur (10)
Hrefna Jóhannesdóttir, Medkila (8)
Íris Andrésdóttir, Valur (7)
Málfríður E. Sigurðardóttir, Valur (7)
Dóra Stefánsdóttir, Valur (6)
Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV (6)
Hólmfríður Magnúsdóttir, KR (5)
Björg Ásta Þórðardóttir, Breiðablik (4)
Erna B. Sigurðardóttir, Breiðablik (4)
Rakel Logadóttir, Valur (4)
Embla S. Grétarsdóttir, KR (3)
Dóra María Lárusdóttir, Valur (2)
Elín Anna Steinarsdóttir, ÍBV (1)
Nína Ósk Kristinsdóttir, Valur (1)
Ólína G. Viðarsdóttir, Breiðablik (1)
Sólveig Þórarinsdóttir, KR (1)
Þórunn H. Jónsdóttir, KR (0)
Ljósmynd: Nína Ósk með viðurkenningarskjöld þar sem hún var valin Íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2003.