Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nína Ósk íþróttamaður Sandgerðis 2003
Laugardagur 6. mars 2004 kl. 16:45

Nína Ósk íþróttamaður Sandgerðis 2003

Nína Ósk Kristinsdóttir var útnefnd íþróttamaður Sandgerðis árið 2003 á hátíðlegri samkomu sem fór fram í Samkomuhúsinu í Sandgerði föstudaginn 5. mars s.l.

Nína Ósk skipti úr RKV yfir í Val fyrir upphaf tímabilsins 2003 og lék í fyrsta sinn í efstu deild.  Hún kom við sögu í öllum 14 deildarleikjum Vals í fyrra og skoraði í þeim 5 mörk.  Nína varð bikarmeistari með Val og vakti landsathygli með því að skora 2 af 3 mörkum liðsins í úrslitaleiknum.  Á árinu 2003 lék hún 3 leiki með U19 ára landsliði Íslands og skoraði í þeim eitt mark.  Nína er við það að komast í hóp þeirra bestu í heimi knattspyrnunnar og er sannarlega glæsilegur fulltrúi Sandgerðis á hvaða velli sem er. 

Aðrir íþróttamenn sem fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í íþróttum sínum voru körfuboltamaðurinn Arnór Jensson, knattspyrnumaðurinn Guðmundur G. Gunnarsson og kyflingurinn Pétur Þór Jaidee.

Þá fékk taekwondokappinn Helgi Rafn Guðmundsson sérstök hvatningarverðlaun Íþróttaráðs Sandgerðisbæjar.  Helgi Rafn náði frábærum árangri á árinu 2003.  Hann byrjaði árið á því að vera kjörinn Taekwondomaður Reykjanesbæjar.  Stuttu seinna fékk Helgi bronsverðlaun í undir 68 kg. flokki unglinga á Norðurlandamótinu í Svíþjóð.  Hann varð Íslandsmeistari í unglingaflokki árið 2003 og var í efstu sætum í öllum öðrum mótum sem hann tók þátt í á árinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024