Nína Ósk í liði 8.-14. umferðar
Knattspyrnukonan Nína Ósk Kristinsdóttir, leikmaður hjá Keflavíkurkonum í Landsbankadeildinni, var valin í lið 8-14 umferðar í gær.Valskonan Margrét Lára Viðarsdóttir var valin besti leikmaður umferðanna, stuðningsmenn Vals fengu stuðningsmannaverðlaunin og var Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Íslandsmeistara Vals, valin besti þjálfari umferðanna.








