Nína Ósk enn á skotskónum
Ekkert lát virðist vera á markheppni knattspyrnukonunnar Nínu Óskar Kristinsdóttur sem leikur fyrir Val, en er frá Sandgerði. Fyrir nokkru greindi vf.is frá því að þessi stórefnilegi leikmaður skoraði 7 mörk gegn Íslandsmeisturum KR á Reykjavíkurmótinu, en í gær skoraði hún 6 mörk gegn ÍBV í 8-2 sigri.
Þar með hefur hún skorað 20 mörk í síðustu fimm leikjum sínum fyrir Val og hefur gefið tóninn fyrir átökin í boltanum á komandi sumri.