Nigel líklega til ÍR
Nigel Moore mun ekki leika framar með Njarðvíkingum í Domino´s deild karla en hann sagði í samtali við Karfan.is eftir leik í gær að hann hefði ekki leikið sinn síðasta leik á Íslandi. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta mun Nigel hafa gengið frá samningum við úrvalsdeildarlið ÍR en þar er Njarðvíkingurinn Örvar Þór Kristjánsson við stjórnvölin. ÍR-ingar eru í 10. sæti deildarinnar með fjögur stig.