Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Niðurlæging í Vestmannaeyjum
Mánudagur 25. júní 2007 kl. 22:39

Niðurlæging í Vestmannaeyjum

Fjórða umferð VISA bikarkeppni karla í knattspyrnu hófst á einum leik í kvöld þegar ÍBV niðurlægði Reyni Sandgerði 10-0 á Hásteinsvelli. Með sigrinum komust Eyjamenn inn í 16 liða úrslit keppninnar en 4. umferð lýkur á morgun með fimm leikjum þar sem Grindvíkingar munu m.a. heimsækja Þrótt Reykjavík.

 

Sandgerðingar sáu aldrei til sólar í Eyjum í kvöld og eftir 34 mínútna leik var staðan orðin 3-0 ÍBV í vil. Liðin gengu til leikhlés í stöðunni 4-0 en Eyjamenn gerðu gott betur og bættu við sex mörkum í síðari hálfleik og var eitt þessara sex marka úr vítaspyrnu.

 

Reynismenn eru því úr leik í VISA bikarnum með stórum hvell og ljóst að taka þarf verulega til í herbúðum Sandgerðinga sem hafa átt það til að missa inn of mikið af mörkum en í kvöld rigndi þeim hreinlega inn. Sveiflukenndur leikur Sandgerðinga hefur fært þeim góð og slæm úrslit en bráðnauðsynlegt er fyrir nýliðana að finna jafnvægi á sínum leik ætli þeir sér að halda sæti sínu í 1. deild þar sem deildarkeppnin er ein eftir fyrir þá.

 

VF-mynd/ Úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024