Nettó styður KKD Njarðvíkur
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Nettó hafa gert með sér myndarlegan styrktarsamning fyrir keppnisárið árið 2015-2016. Samningurinn við Nettó er um stórar auglýsingar innanhúss í Ljónagryfjunni sem og vörumerki þeirra á keppnistreyjum félagsins.
„Ég kann Nettó miklar þakkir fyrir þennan frábæra stuðning og vil vekja athygli á mikilvægi stuðnings Nettó við íþróttalífið hér í bæ. Samfélagsleg ábyrgð Nettó er gríðarlega mikilvæg öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi í Reykjanesbæ og á sér engan líka.
Þau mættu vera fleiri stórfyrirtækin í byggðarlaginu sem ganga jafn langt og Nettó í aðstoð sinni við samfélagið. Ef ábyrgð allra þessa fyrirtækja væri í líkingu við framlög Nettó þá væri auðveldara að fást við þessi sjálboðaliðastörf, sem mörg okkar á bak við tjöldin, sem við erum að inna af hendi fyrir flesta bæjarbúa á degi hverjum. Mér finnst rétt að þessu sé haldið til haga,“ sagði Gunnar Örlygsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur þegar samningurinn við Nettó var undirritaður á miðvikudag.
„Það fylgir því ákveðið forvarna- og skemmtanagildi að hafa íþróttir af bestu landsgæðum í Reykjanesbæ. Við í Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur veljum vera á toppnum og hverrgi annars staðar. Til að það gangi eftir þurfum aðstoð frá öllum sem vettlingi geta valdið,“ sagði Gunnar jafnframt.