Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nettó aðalsamstarfsaðili Keflvíkinga
Hallur Geir Heiðarsson og Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir frá Samkaupum handsöluðu samning við Jónas Sævarsson, framkvæmdastjóra Knattspyrnudeildar Keflavíkur. VF-mynd/pket.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 29. maí 2020 kl. 09:25

Nettó aðalsamstarfsaðili Keflvíkinga

Nettó verður aðalsamstarfsaðili Knattspyrnudeildar Keflavíkur í knattspyrnu og mun keppnisvöllur félagsins bera nafn Nettó. Þá verða keppnisbúningar keppnisliða með Nettó merkinu.

Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, markaðsstjóri Samkaup segir að fyrirtækið hafi stutt íþróttahreyfinguna um árabil og þetta sé endurnýjun á samningi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal samstarfsverkefna Nettó og Keflavíkur í sumar er stelpumót í knattspyrnu sem haldið verður 6. júní í Reykjanesbæ, Nettó mótið. 230 stelpur í 7. flokki munu mæta til leiks. Búist var við 600 stelpum á mótið en vegna Covid verða þær færri og verður mótið keyrt á einum degi vegna aðstæðna í staðinn fyrir heila helgi. Stelpurnar fá Nettó bolta, brúsa, Nettó verðlaunapening og ávexti.