Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nesfiskur áfram öflugur stuðningsaðili Víðis
Þriðjudagur 10. mars 2020 kl. 22:55

Nesfiskur áfram öflugur stuðningsaðili Víðis

Nesfiskur og Víðir skrifuðu í vikunni undir þriggja ára áframhaldandi samstarfssamning. Nesfiskur hefur stutt dyggilega við bakið á Víði í áraraðir. Heimavöllur Víðis mun áfram bera nafn Nesfisks ásamt því að allir flokkar munu leika í búningum merktum Nesfiski.

„Það er ómetanlegt fyrir okkur sem félag að eiga jafn öflugan bakhjarl og Nesfisk,“ segir á heimasíðu Víðis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni eru f.v.: Þorbjörg Bergsdóttir, skrifstofustjóri Nesfisks, Einar Karl Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Víðis, og Bergur Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Nesfisks.