Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nes tvöfaldur Íslandsmeistari í boccia
Þriðjudagur 15. mars 2005 kl. 12:51

Nes tvöfaldur Íslandsmeistari í boccia

Íþróttafólk í Nes fagnaði glæstum sigrum á Íslandsmóti Íþróttasambands Fatlaðra í boccia sem fór fram í íþróttahúsinu við Seljaskóla um síðustu helgi.

Þegar upp var staðið voru keppendur frá Nes Íslandsmeistarar 1. deild og 3. deild, og lentu í öðru sæti í 2. deild og 3. deild. Aldeilis frábær árangur hjá okkar fólki.

Nes átti 14 sveitir í mótinu, eina í rennuflokki, fjórar í 3. deild, fjórar í 2. deild og fimm í 1. deild samtals 41 keppanda. Að lokinni riðlakeppninni átti Nes fimm sveitir í úrslitum, tvær í 3. deild, eina í 2. deild og tvær í 1. deild.

Keppendur á mótinu voru alls 254 frá 16 aðildarfélögum ÍF og var keppt í þremur deildum með 5 riðlum og 5 sveitum í riðli auk rennuflokks. Á laugardegi var riðlakeppni og fóru sigurvegarar úr hverjum riðli í úrslitakeppnina sem var leikin á sunnudegi.

Nemendur Kennaraháskóla Íslands, Íþróttaskor á Laugarvatni, voru starfsmenn mótsins en þetta verkefni þeirra er liður í námi þeirra þar sem m.a. er tekið fyrir íþróttastarf fatlaðra og þjálfun og kennsla fatlaðra nemenda. Einnig voru nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja FS að aðstoða Nes hópinn og dæma á mótinu en það er liður í námi þeirra sem velja áfanga í íþróttum um þjálfun fatlaðra. Er það ómetanlegur stuðningur fyrir Nes að hafa nemendur FS í starfi hjá félaginu og eiga stjórnendur FS miklar þakkir skyldar fyrir víðsýni og jákvætt viðhorf í garð félagsins.

Myndir: 1-Hópurinn fagnar góðum árangri. 2-Sigurvegarar í 1. deild. 3-Nes vann tvöfalt í 3. deild


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024