Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

NES sigurvegarar á Íslandsleikum Special Olympics
Hópurinn var í skýjunum með árangurinn. Mynd: Guðmundur Sigurðsson.
Þriðjudagur 28. maí 2013 kl. 07:19

NES sigurvegarar á Íslandsleikum Special Olympics

NES íþróttafélag fatlaðra á Suðurnesjum urðu sigurvegarar á Íslandsleikum Special Olympics um liðna helgi. Sigur vannst í hópi A-liða en þriðja sætið féll í skaut B-liðsins frá NES og fengu þau að launum bronsverðlaun. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Suðurnesjamönnum.

A-lið NES mætti liði Aspar í hreinum úrslitaleik um gullið. Í hálfleik var staðan orðin 2-0 fyrir Nesurum. Með baráttu í seinni tókst liðsmönnum NES að halda fengnum hlut og landa gullinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024