Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nes og Sveitarfélagið Garður í samstarf
Magnús Stefánsson bæjarstjóri Garðs og Guðmundur Sigurðsson formaður Íþróttafélagsins Nes undirrituðu samstarfssamningin í gær, þann 19. maí 2014 ásamt Sigurði Guðmundssyni sem mun taka þátt á Evrópuleikum Special Olympics í Belgíu í september 2014.
Þriðjudagur 20. maí 2014 kl. 09:04

Nes og Sveitarfélagið Garður í samstarf

Íþróttafélagið Nes og Sveitarfélagið Garður hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn felur m.a. í sér áherslu á það hvað Nes hefur mikilvægu hlutverki að gegna í íþrótta-og félagsstarfi fatlaðra á Suðurnesjum. Með samkomulaginu skuldbindur Nes sig til að kynna vel þá starfsemi sem er í boði hjá félaginu fyrir íbúum Garðs og Sveitarfélagið Garður skuldbindur sig til að leggja starfseminni lið með fjárstuðningi.

Nes skuldbindur sig til að halda uppi faglegu íþrótta-og félagsstarfi fyrir fatlaða í Garði og Sveitarfélagið Garður leggur Nes til fjárstuðning að upphæð kr. 350.000 á ári á gildistíma samningsins. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2014 til 31. desember 2015. Nes lýsir mikilli ánægju með samstarfið við Sveitarfélagið Garð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024