Nes með átta Íslandsmeistaratitla á Íslandsmóti ÍF
Laugardaginn 5. júní sl. fór fram árlegt Íslandsmót ÍF í frjálsum íþróttum utanhúss á Kópavogsvelli. Keppt var í flokki hreyfihamlaðra, þroskaheftra og blindra. Nes átti þar fjóra keppendur í flokki þroskaheftra sem stóðu sig frábærlega og voru á palli í öllum greinum sem þeir kepptu í þar á meðal unnu þeir þrefalt í kúluvarpi karla á mótinu. Keppendur frá Nes voru: Arnar Már Ingibjörnsson sem náði 1. sæti, gull (Íslandsmeistari) í 100m hlaupi, hástökki og langstökki, 2. sæti, silfur í kúluvarpi og spjótkasti og 3. sæti brons í kringlukasti, Guðmundur Ingi Einarsson sem náði 1. sæti, gull (Íslandsmeistari) í kúluvarpi, kringlukasti og spjótkasti, Sigríður Karen Ásgeirsdóttir náði 1. sæti, gull (Íslandsmeistari) í hástökki og kringlukasti, 2. sæti, silfur í langstökki, spjótkasti og kúluvarpi, Ragnar Ólafsson náði í 3. sæti, brons í kúluvarpi og langstökki. Árangur keppenda er að finna á vefsíðu félagsins www.gi.is/nessport undir mót.