Nes lagði Keflvíkinga 10-7
Íþróttafélagið Nes og úrvalsdeildarlið Keflavíkur í knattspyrnu öttu kappi í Reykjaneshöllinni í gær þar sem Nesarar fóru með sigur af hólmi. Staðan í leikslok var 10-7 og greinilegt að menn voru með markaskóna vel reimda í gær.
Á heimasíðu Keflvíkinga segir að það sé vel við hæfi að þessi ágætu félög mætist í vináttuleik enda séu margir leikmenn Nes meðal dyggustu stuðningsmanna Keflavíkur. Á heimasíðu Nes á facebook má sjá margar skemmtilegar myndir frá leiknum en við látum nokkrar þeirra fylgja með.
Einar Orri fær að líta rauða spjaldið.
Kristján þjálfari Keflvíkinga ásamt leikmönnum Nes.