Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nes lagði Keflvíkinga 10-7
Ragnar Ólafsson gerir sig líklegan til þess að skora fyrir Nes.
Miðvikudagur 22. janúar 2014 kl. 09:08

Nes lagði Keflvíkinga 10-7

Íþróttafélagið Nes og úrvalsdeildarlið Keflavíkur í knattspyrnu öttu kappi í Reykjaneshöllinni í gær þar sem Nesarar fóru með sigur af hólmi. Staðan í leikslok var 10-7 og greinilegt að menn voru með markaskóna vel reimda í gær.

Á heimasíðu Keflvíkinga segir að það sé vel við hæfi að þessi ágætu félög mætist í vináttuleik enda séu margir leikmenn Nes meðal dyggustu stuðningsmanna Keflavíkur. Á heimasíðu Nes á facebook má sjá margar skemmtilegar myndir frá leiknum en við látum nokkrar þeirra fylgja með.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar Orri fær að líta rauða spjaldið.

Kristján þjálfari Keflvíkinga ásamt leikmönnum Nes.