Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumur sigur U 89 landsliðsins:  Hjörtur stigahæstur
Föstudagur 6. maí 2005 kl. 10:19

Naumur sigur U 89 landsliðsins: Hjörtur stigahæstur

Nú fyrir skömmu var landsleik Íslands og Danmerkur U 89 í körfuknattleik að ljúka þar sem Íslendingar fóru með nauman sigur af hólmi. Njarðvíkingurinn Hjörtur Hrafn Einarsson var stigahæstur íslensku leikmannanna með 25 stig.

Íslendingar voru skrefinu á undan Dönum framan af leik og í upphafi 4. leikhluta var staðan 67-50 Íslendingum í vil. Þá tóku Danir við sér og skoruðu 16 stig í röð og breyttu stöðunni í 67-66. Íslendingar áttu þó lokaorðið og tveggja stiga sigur raunin, 68-66. Íslenska U 89 liðið hefur því unnið báða leikina sína en þeir lögðu Svía í gær með fjögurra stiga mun, 65-61.

Næsti leikur er seinna í dag þar sem leikið verður á móti Norðmönnum.

www.kki.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024