Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumur sigur Njarðvíkinga á Grindavík
Jón Arnór Sverrisson á fullri ferð. Dagur Kár Jónsson til varnar. Myndir /umfn.is
Föstudagur 29. janúar 2021 kl. 10:15

Naumur sigur Njarðvíkinga á Grindavík

Njarðvíkingar lögðu granna sína úr Grindavík í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Þegar flautað var til leiksloka munaði þremur stigum á liðunum 81-78.

Þetta var fyrsti heimasigur Njarðvíkinga á tímabilinu þótt ótrúlegt sé. Leikurinn var jafn en gestirnir náðu þó 11 stiga forskoti þegar flautað var til leikhlés. Heimamenn svöruðu með áhlaupi í þriðja leikhluta en síðan var mjög jafnt í lokaleikhlutanum. Grindvíkingurinn Joonas Jarvelainen fékk tvö tækifæri á síðustu fimmtán sekúndunum og reyndi þriggja stiga skot í bæði skiptin en boltinn vildi ekki niður og sigurinn varð eftir í Ljónagryfjunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mario Matasovic og Rodnay Glasgow voru stigahæstir hjá Njarðvík en hjá Grindavík voru Joonas Jarvelainen og Ólafur Ólafsson með flest stig.

Njarðvík-Grindavík 81-78 (20-19, 15-27, 27-10, 19-22)

Njarðvík: Mario Matasovic 24/4 fráköst, Rodney Glasgow Jr. 23/4 fráköst, Antonio Hester 11/16 fráköst, Logi  Gunnarsson 10, Jon Arnor Sverrisson 5/6 fráköst/6 stoðsendingar, Adam Eidur  Asgeirsson 3, Veigar Páll Alexandersson 3, Ólafur Helgi Jónsson 2, Baldur Örn Jóhannesson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Gunnar Már Sigmundsson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.

Grindavík: Joonas Jarvelainen 24/12 fráköst, Ólafur Ólafsson 15, Dagur Kár Jónsson 12, Eric Julian Wise 9/4 fráköst, Kristinn Pálsson 7/5 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 3/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 2, Magnús Engill Valgeirsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Bragi Guðmundsson 0.

Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Eggert Þór Aðalsteinsson, Bjarki Þór Davíðsson.