Naumur sigur Grindvíkinga
Grindvíkingar mörðu sigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild karla í körfubolta í Toyota höllinni. Lokatölur voru 82-85 fyrir gestina í jöfnum og spennandi leik.
Staðan var 77-77 þegar um 3 mínútur voru til leiksloka. Tvær þriggja stiga körfur Brentons Birmingham og Arnarns Freys Jónssonar komu þeim í sex stiga forskot á lokakaflanum og það bil náðu heimamenn ekki að brúa í blálokin.
Brenton skoraði 18 stig fyrir Grindavík en stigaskor þeirra dreifðist nokkuð jafnt í leiknum og voru 6 leikmenn sem skoruðu 10 stig eða meira. Sigurður Þorsteinsson var stigahæstur Keflvíkinga með 22 stig auk þess sem hann tók 9 fráköst.
Hart barist undir körfu Grindvíkinga.
Gunnar Einarsson skorar gegn Grindvíkingum í kvöld. Páll Kristinsson kemur engum vörnum við.
Nick Bradford er núna í Grindavíkurbúning og er hér í baráttu undir körfunni.