Naumur sigur á Hlíðarenda
Grindvíkingar fögnuðu sigri á Valsstúlkum í Domino's deild kvenna í körfubolta í gær. Grinavíkurkonur höfðu 63-66 sigur sem færði þær upp í 3. sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi en Grindvíkingar byrjuðu mun betur. Valskonur átti góðan sprett þar sem þær héldu í við Grindvíkinga sem reyndust þó sterkari á lokasprettinum og lönduðu sigri.
Hjá Grindvíkingum var Whitney Frazier hreint frábær með 24 stig og 18 fráköst.