Naumt tap Þóttara
Mark í blálokin varð til þess að Þróttarar töpuðu 1-2 á heimavelli gegn Kára, í 3. deild karla í fótbolta í gær. Þróttarar komust yfir eftir stundarfjórðung með marki frá Hilmari Þór Hilmarssyni en gestirnir jöfnunu skömmu síðar. Það var svo á síðustu mínútu leiksins sem sigurmarkið kom frá Káramönnum.