Naumt tap Suðurnesjamanna gegn Celtic
Lokatölur 4-3 í hörkuleik
Eldri knattspyrnumenn frá Keflavik og Víði Garði lögðu land undir fót og öttu kappi við við Skotana sterku sem áður gerður það gott fyrir stórlið Glasgow Celtic. Í hörkuleik urðu lokatölur 4-3 fyrir heimamenn sem náðu á tímabili 4-1 forystu eftir að Keflvíkingar höfðu komist í 1-0.
Suðurnesjamenn sýndu mikla baráttu og áttu að jafna leikinn undir lokin, en löglegt mark var þá dæmt af Margeiri Vilhjálmssyni. Hann skoraði eitt löglegt mark í leiknum en þeir Magnús Ólafsson og Friðrik Bergmannsson skoruðu einnig fyrir okkar menn. Suðurnesjamenn grínuðust með það að gott væri nú að eiga þrjú útivallarmörk á Skotana fyrir heimaleikinn. Alls léku 23 Suðurnesjasveinar í leiknum en þeirra á meðal voru margir þaulreyndir jaxlar.