Naumt tap Njarðvíkur
Njarðvík tók á móti ÍR í Ljónagryfjunni í kvöld í Domino´s-deild karla í körfu. Njarðvík var fyrir leikinn í 5. sæti deildarinnar en ÍR í því fyrsta með tveggja stiga forystu. ÍR fór heim með sigurinn í kvöld en í hálfleik var Njarðvík með fjögurra stiga forystu og stóðu leikar 47-42 þegar liðin gengu inn í klefa. Njarðvík tapaði síðan naumlega með þremur stigum og voru lokatölur leiksins 87-90. Leikurinn var sveiflukenndur og fóru bæði lið illa með færin sín í síðasta leikhlutanum en ÍR tryggði sér sigurinn með góðri vítanýtingu.
Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Terrell Vinson með 24 stig og 8 fráköst, Logi Gunnarsson með 17 stig, Maciek Stanislav Baginski með 16 stig og 7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson með 14 stig, 4 fráköst og12 stoðsendingar og Ragnar Ágúst Nathanaelsson með 9 stig og 10 fráköst.