Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap Njarðvíkinga
Mánudagur 6. desember 2004 kl. 23:27

Naumt tap Njarðvíkinga

Njarðvíkurstúlkur töpuðu gegn ÍS, 56-52, í 1. deild kvenna í kvöld.

Leikurinn byrjaði hreint ekki vel fyrir Njarðvíkinga, sem léku á útivelli, en Stúdínur hreinlega völtuðu yfir þær í 1. leikhluta. Staðan að honum loknum var 25-9 og allt útlit fyrir auðveldan heimasigur.

Fram að hálfleik var nokkuð jafnræði með liðunum en staðan var 40-21 og útlitið ekki gott.

Í þriðja leikhluta var sem Njarðvíkingar væru loksins mættar til leiks og þær spiluðu hörkuvörn og sóknin var glimrandi. Þær unnu upp forskotið og meira til þar sem þær náðu forskotinu í leiknum. Í lokaleikhlutanum var spennan rafmögnuð og Njarðvíkingar leiddu allt þar til 50 sek voru eftir. Þá náðu Stúdínur eins stigs forskoti og bættu um betur með þriggja stiga körfu þegar einungis 5 sek voru eftir. tíminn nægði ekki til að breyta stöðunni og Njarðvík er enn í næst-neðsta sæti með 4 stig.

Þrátt fyrir tapið hefur mátt sjá mikil batamerki á liðinu og má glöggt sjá að baráttan um annað sætið í deildinni verður hörð í vetur.

Jaime Woudstra átti stórleik í kvöld og gerði 25 stig og tók 15 fráköst og Vera Janjic bætti 12 stigum við.

"Við eigum enn mikið inni," sagði Agnar Mar Gunnarsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir leikinn. "Við höfum sýnt að við eigum séns í alla og við erum ekkert lakari en önnur lið. Nú skiptir dagsformið og sjálfstraustið öllu og þetta verður jöfn og skemmtileg deild það sem eftir er."

Tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024