Naumt tap Keflvíkinga gegn KR - Grindvíkingar steinlágu
Spennan magnast í Domino's deild karla
Keflvíkingar voru nálægt því að landa sigri í Vesturbænum þar sem þeir heimsóttu topplið KR í Domino’s deild karla. Úrslitin 82:80 þar sem Keflvíkingar gerðu sig líklega til að stela sigrinum eftir að KR hafði haft yfirhöndina allan leikinn. KR hafði mest 17 stiga forystu í leiknum og voru tíu stigum yfir þegar fimm mínútur voru til leiksloka.
Amin Stevens var atkvæðamestur Keflvíkinga með 25 stig og 16 fráköst á meðan Hörður Axel daðraði við þrennu með 18 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar.
Grindvíkingar steinlágu á heimavelli gegn Stjörnunni 77:96 þar sem gestirnir reyndust mun sterkari í síðari hálfleik. Vörnin var ekki sterk hjá heimamönnum en aðeins einu sinni hefur liðið fengið fleiri stig á sig á heimavelli á þessu tímabili. Ólafur Ólafsson skoraði 26 stig fyrir Grindvíkinga og Lewis Clinch 19.
ÍR-ingar unnu Þór Þ. og eru bæði þau lið ásamt Keflvíkingum með 20 stig. Grindvíkingar eru fyrir ofan þann pakka með 22 stig. Njarðvík og Þór Ak. eigast við í kvöld en bæði lið eru með 18 stig.
Staðan