Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap í þriðja leiknum í Vesturbænum
Laugardagur 8. apríl 2017 kl. 07:15

Naumt tap í þriðja leiknum í Vesturbænum


Keflvíkingar máttu þola tap gegn Íslandsmeisturum KR í þriðja undanúrslitaleik liðanna í Domino’s deildi karla í körfu í Vesturbænum í gærkvöldi. Lokatölur urðu 91-88 eftir æsispennandi leik þar sem gestirnir úr bítlabænum voru með fimm stiga forskot í leikhlé.
Heimamenn voru hins vegar sterkari á lokakaflanum en það munaði ekki miklu og með smá heppni hefði bítlabæjarliðið getað farið með öll stigin heim. Jón Arnór Stefánsson var magnaður hjá KR með 31 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar en Hörður Axel Vilhjálmsson var líka frábær hjá Keflavík, með 26 stig, 4 fráköst og 10 stoðsendingar.

KR 91-88 Keflavík  (17-23, 28-27, 22-18, 24-20)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Hörđur Axel Vilhjálmsson 26/4 fráköst/10 stođsendingar, Magnús Már Traustason 17/4 fráköst, Amin Khalil Stevens 16/16 fráköst, Guđmundur Jónsson 11/4 fráköst, Reggie Dupree 9, Ágúst Orrason 9.

karfan.is ræddi við Magnús Má Traustason eftir leikinn. Sjá má ítarlegri umfjöllun þar.