Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Naumt tap gegn Probuild Lions
Föstudagur 23. september 2005 kl. 13:10

Naumt tap gegn Probuild Lions

Íslandsmeistarar Keflavíkur í kvennakörfuknattleik töpuðu naumlega gegn Probuild Lions 75-73 í gær en liðið er nú í Hollandi í æfingaferð.

Keflavíkurstúlkur voru yfir mest allan leikinn en sigurkarfa Probuild Lions kom þegar 10 sekúndur voru til leiksloka.

Reshea Bristol og Birna Valgarðsdóttir voru stigahæstar Keflavíkurkvenna með 14 stig. Næsti leikur liðsins er á morgun, laugardag, á móti meistrunum í Musel Pikes frá Lúxemborg.

www.keflavik.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024