Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Naumt tap gegn Hollendingum
Föstudagur 25. ágúst 2006 kl. 13:29

Naumt tap gegn Hollendingum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik beið ósigur gegn Hollendingum í gærkvöldi 94-91 á æfingamóti í Hollandi. Heimamenn gerðu þriggja stiga körfu á lokasekúndum leiksins og innsigluðu þannig sigurinn. Íslendingar lentu 23 stigum undir á kafla en náðu að jafna í síðari hálfleik en urðu að sætta sig við ósigur.

Brenton Birmingham, leikmaður Njarðvíkur, var atkvæðamestur í leiknum í gær með 20 stig. Brenton meiddist lítillega í leiknum í gær þegar hann fékk högg á annað hnéið, hann er nú í meðferð hjá sjúkraþjálfara og er vonast til þess að hann geti leikið með í kvöld gegn Belgíu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024