Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Naumt tap gegn botnliðinu
Úr fyrri leik Keflavíkur og Selfoss sem lyktaði með 1:0 sigri Keflvíkinga. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 30. júlí 2023 kl. 11:41

Naumt tap gegn botnliðinu

Keflavík situr í fallsæti eftir 1:0 tap fyrir Selfossi í botnslag tveggja neðstu liða Bestu deildar kvenna í knattspyrnu sem fór fram á Selfossi í gær.

Það var ekki að sjá að leikurinn væri milli liða sem róa lífróður fyrir veru sinni í deildinni. Hann var frekar rólegur og vantaði upp á framlag og baráttuanda í leikmenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Selfyssingar skoruðu úrslitamark leiksins úr vítaspyrnu á 78. mínútu eftir slæm mistök í vörn Keflavíkur. Anita Lind Daníelsdóttir átti þá slaka sendingu til baka á Vera Varis í markinu sem braut á sóknarmanni Selfoss sem komst inn í sendinguna.

Keflavík er með tólf stig í næstneðsta sæti deildarinnar, einu stigi frá ÍBV og tveimur frá Tindastóli en á einn leik til góða á þessi lið.