Föstudagur 12. mars 2004 kl. 20:19
Naum forysta Grindavíkur gegn KR
Grindvíkingar hafa nauma forystu, 49:46, í hálfleik gegn KR í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik, en leikið er í Grindavík. Leikurinn var bráðskemmtilegur í fyrri hálfleik, hraðinn mikill auk þess sem hann hefur verið í járnum.