Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Nágrannaslagur Þróttar og Víðis
Miðvikudagur 18. apríl 2018 kl. 10:12

Nágrannaslagur Þróttar og Víðis

Lið Þróttar og Víðis mætast í nágrannaslag í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu föstudaginn 20. apríl nk. Víðismenn slógu út KFS með 2-6 sigri í fyrstu umferð Mjólkurbikarsins og Þróttarar unnu SR 0-4.
Liðin hafa mæst einu sinni áður í bikarleik en það var árið 2013 og þá léku Þróttarar í deild fyrir neðan Víðir og endaði leikurinn með sigri Þróttara 2-3 með marki í uppbótartíma. Bæði lið leika í annari deildinni í sumar og hvetja þau stuðningsmenn liðanna til þess að fjölmenna á leikinn og styðja við bakið á sínu félagi.

Leikurinn fer fram á Fylkisvelli og hefst hann kl. 20.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024