Nágrannaslagur í TM höllinni í kvöld
- Dagur Kár í banni
Í kvöld fer fram nágrannaslagur af bestu gerð í TM höllinni í kvöld þegar Keflavík fær Grindavík í heimsókn í Domino´s- deild karla í körfu. Keflvíkingar munu reyna að fá leikheimild fyrir Jón Arnór Sverrisson fyrir leikinn í kvöld en hann hefur samið við liðið. Dagur Kár leikmaður Grindavíkur tekur út bann í kvöld eftir að hann var rekinn út af í leik Grindavíkur og Hauka á dögunum.
Leikurinn hefst kl. 19:15 og má búast við fjörugum og skemmtilegum leik.